Skip to content

Tími og vinnufriður mikilvægur í kubbastarfinu.

by Ásta Egilsdottir on November 6th, 2011

Hinir stærðfræðilegu eiginleikar einingakubbanna efla skilning barna á stærðfræðihugtökum. Þau læra að greina á milli þessara eiginleika og að lýsa þeim – fyrst á eigin forsendum en rétt orð og tákn sem lýsa hugtökunum koma seinna á námsleiðinni og þá þarf einungis að færa þeim orðin og táknin til að koma á framfæri hugmyndum sem þau hafa þegar öðlast skilning á í tilraunum sínum.

Í kubbastarfi læra börn að beita skipulögðum vinnubrögðum þar sem þau rannsaka, bera saman og flokka, draga ályktanir, setja fram tillögur og túlka og rökstyðja niðurstöður í byggingum sínum. Þau vinna með þætti eins og þyngdaraft, stöðugleika, jafnvægi og innbyrðis tengsl kubbanna þar sem þau átta sig á því hvað gengur upp og hvað ekki til að geta skapað úr þeim samstæða heild.

En til að vel til takist á þessu sviði er mikilvægt að gefa börnum nægan tíma og frið til að sinna kubbastarfinu.

From → Almennt

No comments yet

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS