Skip to content

Ýmis kubbaverkefni

by Ásta Egilsdottir on November 6th, 2011

Einingakubbana má nýta til að vinna ýmis styttri verkefni þar sem börnin takast á við eiginleika kubbanna.

Leikurinn Bak í bak hefur þótt skemmtilegur en þar vinna börnin í pörum. Þau veljar sér tíu samskonar kubba hvort barn, snúa bökum saman og byggja úr þessum tíu kubbum – og mega alls ekki kíkja! Þegar bæði börnin hafa lokið við að byggja bera þau byggingar saman og greina hvað er líkt og ólíkt með þeim. Það er sama hve oft þau endurtaka leikinn, byggingarnar verða aldrei eins!

Speglunarleikurinn hefur einnig gefist vel. Þar vinna börnin í pörum sitt hvoru megin við spegilás. Annað barnið leggur kubb, hitt speglar samskonar kubb og bætir nýjum við. Það fyrra speglar þann kubb og bætir nýjum við o.s.frv. Þegar börnin hafa lagt nokkra kubba má þyngja leikinn með því að það barn sem á að herma eða spegla má ekki sjá hvar nýji kubburinn lendir … Það verður að fara yfir mynstrið og finna það út sjálft. Í lokin má svo teikna listaverkið sem myndast hefur.

Fleiri verkefni má nefna eins og að þekja mismunandi fleti og að teikna byggingu frá mismunandi sjónarhornum á rúðustrikað blað.

From → Almennt

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS