Skip to content

Nýtt af Veigari Lár

by Ásta Egilsdottir on July 25th, 2012

Veigar Lár hefur haldið sig við turnbyggingar þar til í júní s.l. en þá komu ný mynstur fram. Þarna sá ég hann í fyrsta sinn raða kubbunum lárétt hlið við hlið. Hann raðaði þeim fyrst í einfalda röð og svo þakti hann svæði í lokin.

Í næstu heimsókn í byjun júlí endurtók hann leikinn, þ.e. hann lagði fyrst einfalda lengju sem hann bætti svo við. Amman beið svolítið spennt eftir að sjá hvernig hann færi að þegar lengjan var komin að kistunni og plássið lítið. Hann lagði kubbinn upp á rönd því þannig passaði hann fullkomlega í plássið!  Hann stytti síðan lengjuna og lagði kubba bæði meðfram henni og ofan á.

Þennan myndarlega vegg hlóð Veigar Lár svo nú um miðjan júlí. Hann staflar kubbunum óreglulega og tekur áhættur líkt og í turnbyggingunum.

From → Almennt

No comments yet

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS