Skip to content

Kubbameistari Jóel Orri

by Ásta Egilsdottir on July 25th, 2012

Byggingar Jóels Orra hafa þróast jafn og þétt fram til þessa. Glíman við brúna hófst á haustdögum 2011 og afmörkun svæðis kom fljótlega eftir það.

Amma þykist hafa séð glitta í samhverfuna í byggingum Jóels Orra ansi snemma en sennilega eru það draumórar. Líklegra er að þar hafi hreyfingin ráðið ríkjum, þ.e. hann setur „…kubb hægra megin, síðan vinstra megin eða kubb fyrir framan byggingu, síðan fyrir aftan hana.“ (sjá Johnson 1984:18 í The Block Book 3.útg.1996). Í þessu ferli hef ég fylgst með honum leggja kubba hægra með hægri hönd og vinstra megin með vinstri hönd þó svo hægri höndn sé ráðandi.

En hvað sem því líður þá er samhverfan komin og virðist Jóel Orri á góðri leið með að ná tökum á stöðugleikanum í byggingum sínum eftir að hafa staflað kubbum og byggt frekar óreglulega framan af. Hann leitar orðið að ákveðnum kubbum til að nota í byggingar og virðist meðvitaðri um hvað gengur upp og hvað ekki í samsetningu kubbanna til að skapa stöðugleika.

Þarna má sjá byggingarmynstrin, þ.e. brúna (x3) , afmarkað svæði og samhverfu sameinast í einni og sömu byggingunni.

Eftir eina kubbastundina nú í júní birtist þessi bygging hjá Jóel Orra. Þetta er húsið sem mamman, pabbinn og barnið þeirra búa í og á hvert þeirra sitt svæði í húsinu.

Hann endurtók þetta þema síðar en þá eru svæðin afmarkaðri.

Seinna kom svo þessi mannvera og þar útskýrði hann hvern kubb sem hann lagði. Efstu kubbarnir eru hárið svo koma augun (sívalningarnir) og svo koll af kolli uns tærnar sem koma síðast. Amman er sem sagt á því að drengurinn gæli við 6. stigið en lætur sér nægja að fullyrða að hann hafi náð 5. stigi.

From → Almennt

No comments yet

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS