Skip to content

Farartæki Batmans og Spidermans

by Ásta Egilsdottir on November 21st, 2013

Nokkuð er liðið frá því ég birti myndir af ömmustrákunum mínum í kubbaleik. Áhugi þeirra á einingakubbunum hefur gengið í bylgjum ef svo má segja. Stundum líta þeir ekki við þeim þegar þeir koma í heimsókn en byggja þess í stað úr lego-kubbum. En svo koma dagar þar sem einingakubbarnir eiga hug þeirra allan og þannig var staðan um síðustu helgi.

Fyrstu byggingarnar voru endurtekningar frá fyrri byggingastundum. Jóel Orri byggði kastala en Veigar Lár hélt áfram tilraunum sínum með bíla.

Farartækin hans Veigars Lárs tóku á sig ýmsar myndir og var gaman að fylgjast með hversu vel hann hefur náð samhverfunni í byggingum sínum.

Stóri bróðir tók svo fljótlega þátt í bílaframleiðslunni og í einni tilrauninni varð þessi til.

Fleiri farartæki litu dagsins ljós og í ýmsum myndum. Þegar þessi farartæku urðu til komu þeir Batman og Spiderman inn í myndina. Þetta voru þeirra bílar eða geimskip … óljóst hvort var.

Þá stökk amma til, náði í pappír, tússpenna, skæri og “málaratape”, alsæl með tækifærið sem loks birtist til að koma hlutverkaleiknum að. Hafði gert eina tilraun áður en hún gekk ekki upp. Jóel Orri teiknaði Batman og tvo aðstoðarmenn en Veigar Lár teiknaði Spiderman, tré og tvær óskilgreindar persónur. Þegar búið var að klippa kappana út og líma þá á kubba upphófst bæði mikill leikur með þá og ný farartæki litu dagsins ljós. Látum myndirnar tala sínu máli.

Og þarna er hefur Jóel Orri litað hann Batman sinn.

Og svo ein í lokin frá Veigari Lár :)

Og svo verður spennandi að fylgjast með hvað gerist í næstu heimsókn bræðranna á Skagann. Munu þeir velja einingakubbana og bæta í hlutverkaleikinn eða munu lego-kubbarnir eða eitthvað annað eiga hug þeirra? Kemur í ljós en amma bíður spennt!

From → Almennt

No comments yet

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS