Skip to content

Unit Blocks


Einingakubbar eða Unit Blocks voru hannaðir af Caroline Pratt (1867 – 1954) sem var bandarískur uppeldisfrömuður. Hún stofnaði sinn eigin skóla City and Country School í New York árið 1914 og hóf þar kennslu yngri barna með kubbana sem meginefniviðinn í námi og kennslu. Skólinn óx og dafnaði og í dag eru þar nemendur á aldrinum tveggja til þrettán ára. City and Country School hefur frá upphafi starfað undir merkjum framsækinnar skólastefnu en Pratt var á sínum tíma einn af ötulustu talsmönnum þeirrar stefnu.

Kubbasafnið

Kubbasafnið byggist á rétthyrndum grunnkubbi (unit block) sem hefur þá eiginleika að breidd kubbsins er jöfn tvöfaldri þykkt hans og lengd hans jöfn tvöfaldri breidd hans. Í safninu eru fleiri rétthyrndir kubbar sem eru annað hvort margfeldi eða hluti af grunnkubbnum en þar er líka að finna þrístrendinga sem eru annað hvort helmingur eða fjórðungur hans. Safnið geymir einnig sívalninga, boga og beygjur og kubba sem eru fjórðungur úr sívalningi og tengjast grunnkubbi út frá hæð, breidd og/eða þykkt.

Heimildir

Cuffaro, Harriet K. 1992. Blocks,The Development of, in the United States. Encyclopedia of Early Childhood Education. Ritstj.: Leslie R. Wiliams og Doris P. Fromberg. New York og London. Garland Publishing INC.

Leeb-Lundberg, Kristina.1996. The Block Builder Mathematician. The Block Book. Ritstj. Hirsch, E. Endurskoðuð útgáfa. Washington, D.C. National Association for the Education of Young Children.


No comments yet

Leave a Reply

Note: XHTML is allowed. Your email address will never be published.

Subscribe to this comment feed via RSS